Hallgrímur Jónasson var í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 3-1 sigur á lærisveinum Ólafs Kristjánssonar.
Tommy Bechmann kom SönderjyskE yfir og hann tvöfaldaði forystuna á 40. mínútu. Kasper Lorentzen minnkaði muninn fyrir Nordsjælland rétt fyrir hálfleik og staðan 1-2 í hálfleik.
Ivan Runje varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu fyrir Nordsjælland og SönderjyskE komnir í 1-3.
Ivan Runje bætti hins vegar upp fyrir mistökin með að skora í rétt mark og minnkaði muninn í 2-3, en nær komust Nordsjælland ekki.
Hallgrímur spilaði allan leikinn í vörn SönderjyskE, en Ólafur Kristjánsson þjálfar Nordsjælland sem er í öðru sæti deildarinnar. Hallgrímur og félagar sitja í því sjöunda.
