Erlent

Ríkisstjórn Egyptalands segir af sér

VÍSIR/AFP
Ríkisstjórn Egyptalands sagði óvænt af sér í morgun. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann Hazem Beblawi.

Búist er við því að núverandi húsnæðismálaráðherra taki við embætti forsætisráðherra en svo virðist sem her landsins hafi ákveðið að skipta um menn í brúnni.

Ríkisstjórnin hefur setið í skjóli hersins frá því að lýðræðislega kjörnum forseta, Mohammed Morsi, var steypt af stóli í júlí í fyrra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×