Erlent

Hollendingar lagalega ábyrgir fyrir dauða 300 bosnískra múslíma í Srebrenica

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 300 bosnískir múslímar voru drepnir í Srebrenica í júlí 1995 sem er mesta fjöldamorðið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Rúmlega 300 bosnískir múslímar voru drepnir í Srebrenica í júlí 1995 sem er mesta fjöldamorðið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Vísir/AFP
Dómstóll í Hollandi hefur úrskurðað að landið beri lagalega ábyrgð á dauða rúmlega þrjú hundruð bosnískra múslíma í bænum Srebrenica í stríðinu í Bosníu í júlímánuði 1995.

Í dómsorðum segir að hollenskir friðargæsluliðar hafi brugðist skyldum sínum með því að verja ekki mennina þegar her Bosníu-Serbar náði tökum á borginni. Rúmlega sjö þúsund manns féllu í blóðbaðinu.

Hópurinn, sem samanstóð af karlmönnum og ungum drengjum, leituðu skjóls hjá Hollendingunum en var síðar afhentur Bosníu-Serbum.

Í frétt BBC segir að blóðbaðið í Srebrenica sé mesta fjöldamorðið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Hollenskur dómstóll hafði áður úrskurðað að Hollendingar hafi borið ábyrgð á dauða þriggja bosnískra múslíma í Srebrenica.

Á tímum stríðsins leituðu bosnískir múslímar í nágrenni Srebrenica skjóls í borginni þegar þjóðarmorð hers Bosníu-Serba stóð yfir í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×