Erlent

Karl mun ekki liggja á skoðunum sínum sem kóngur

Atli Ísleifsson skrifar
Karl hefur áður vakið umtal vegna ummæla sinna um erfðabreytt korn, menntamál og heilbrigðismál.
Karl hefur áður vakið umtal vegna ummæla sinna um erfðabreytt korn, menntamál og heilbrigðismál. Vísir/AFP
Karl Bretaprins mun ekki hætta að tjá sig um þau mál sem skipta hann máli þegar hann tekur við konungsembætti. Heimildarmenn breska blaðsins Guardian segja að prinsinn muni ganga gegn þeirri venju sem drottningin Elísabet II hefur viðhaft í valdatíð sinni, að vera fámál um hin ýmsu þjóðmál.

Í frétt Guardian segir að Karl muni áfram lýsa yfir áhyggjum og varpa fram spurningum um þau mál sem skipta hann máli, svo sem framtíð landbúnaðar og umhverfismál. Segir að hann trúi því að honum beri skylda til að koma almenningsálitinu á framfæri til þeirra sem eru í valdastöðu.

Karl hefur áður vakið umtal vegna ummæla sinna um erfðabreytt korn, menntamál og heilbrigðismál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×