Ef til vill og kannski verður þjóðaratkvæðagreiðsla Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2014 19:51 Ekkert liggur fyrir um það hvort, hvenær og þá hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarflokkana á krampakenndum flótta undan kosningaloforðum sínum. Sérstök umræða fór fram um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið á Alþingi í dag og eins og oft áður er íslensk pólitík á sviði súríalismans. Meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnunum - en meirihlutinn er líka á móti aðild að sambandinu að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir eru á móti aðild að ESB og heikjast á að spyrja þjóðina um áframhald viðræðna og innan þeirra er sá möguleiki ræddur að spyrja um hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Stjórnarandstaðan vill hins vegar ljúka viðræðunum og að þjóðin fái að greiða atkvæði um þá spurning sem fyrst. Formaður Samfylkingarinnar sagði að það hafi verið skýrt fyrirheit í kosningabaráttunni að hægt væri að kjósa stjórnarflokkana til valda, en þjóðin gæti samt ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda áfram með aðildarumsóknarferlið. „Við sjáum hins vegar núna og höfum orðið vitni að því á undanförnum vikum, krampakenndum tilraunum forystu ríkisstjórnarinnar til að komast útúr þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hins vegar væri erfitt að finna betri tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið en sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Er þá ekki ljóst, virðurlegur forseti, að það sé best að taka næsta skref með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja málið upp í þremur skrefum, hætta viðræðum, kanna stöðu þeirra og Evrópusambandis, ræða þá niður stöðu á þingi og í þriðja lagi færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. „Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Ef menn sækja um aðild að Evrópusambandinu þá vilja menn ganga í Evrópusambandið á forsendum þess og þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Yfirlett og nánast alltaf leyfi ég mér að segja er aðeins ein ástæða fyrir því að svona ferill er hindraður og það eru sérhagsmunir,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar sagði stefnu ríkisstjórnarinnar skýra í þessum efnum. „Það er líka skýrt að það er vilji stjórnarflokkanna að ekki verði haldið áfram viðræðum nema að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því felst auðvitað ekki ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvenær hún verði haldin,“ sagði Birgir. Semsagt, það er beðið eftir úttektum á stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins og að loknum umræðum um þær úttektir verður ef til vill og kannski boðað til einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um það hvort, hvenær og þá hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarflokkana á krampakenndum flótta undan kosningaloforðum sínum. Sérstök umræða fór fram um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið á Alþingi í dag og eins og oft áður er íslensk pólitík á sviði súríalismans. Meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnunum - en meirihlutinn er líka á móti aðild að sambandinu að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir eru á móti aðild að ESB og heikjast á að spyrja þjóðina um áframhald viðræðna og innan þeirra er sá möguleiki ræddur að spyrja um hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Stjórnarandstaðan vill hins vegar ljúka viðræðunum og að þjóðin fái að greiða atkvæði um þá spurning sem fyrst. Formaður Samfylkingarinnar sagði að það hafi verið skýrt fyrirheit í kosningabaráttunni að hægt væri að kjósa stjórnarflokkana til valda, en þjóðin gæti samt ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda áfram með aðildarumsóknarferlið. „Við sjáum hins vegar núna og höfum orðið vitni að því á undanförnum vikum, krampakenndum tilraunum forystu ríkisstjórnarinnar til að komast útúr þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hins vegar væri erfitt að finna betri tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið en sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Er þá ekki ljóst, virðurlegur forseti, að það sé best að taka næsta skref með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja málið upp í þremur skrefum, hætta viðræðum, kanna stöðu þeirra og Evrópusambandis, ræða þá niður stöðu á þingi og í þriðja lagi færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. „Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Ef menn sækja um aðild að Evrópusambandinu þá vilja menn ganga í Evrópusambandið á forsendum þess og þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Yfirlett og nánast alltaf leyfi ég mér að segja er aðeins ein ástæða fyrir því að svona ferill er hindraður og það eru sérhagsmunir,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar sagði stefnu ríkisstjórnarinnar skýra í þessum efnum. „Það er líka skýrt að það er vilji stjórnarflokkanna að ekki verði haldið áfram viðræðum nema að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því felst auðvitað ekki ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvenær hún verði haldin,“ sagði Birgir. Semsagt, það er beðið eftir úttektum á stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins og að loknum umræðum um þær úttektir verður ef til vill og kannski boðað til einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira