Fyrirhuguð hópmálsókn vegna leka: Segir Vodafone neita að afhenda gögn Hrund Þórsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 20:00 Stofnað hefur verið málsóknarfélag til að sækja bætur á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu í nóvember og birti Fréttablaðið auglýsingu þess efnis í dag. Þar eru allir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni eða misst út gögn vegna lekans, hvattir til að sækja um aðild. Hversu margir telurðu að eigi rétt á aðild að þessu félagi? „Þeir geta skipt tugum þúsunda, að minnsta kosti,“ segir Skúli Sveinsson, lögmaður málsóknarfélagsins. Nokkrir þeirra sem urðu fyrir mestu tjóni vegna lekans hafa ráðið sér lögmenn. Skúli kveðst sjálfur hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. „Það voru þjónustutilkynningar sem mér voru sendar sem ég tel að séu persónulegs eðlis og varði ekki almenning,“ segir hann um gögn hans sem láku út við gagnastuldinn. Tekið var skref í neytendarétti á Íslandi þegar heimild til að stofna málsóknarfélög var sett í lög um meðferð einkamála árið 2010 og yrði fyrirhuguð málsókn gegn Vodafone sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hvert er markmiðið með þessari hópmálsókn? „Að fá viðurkenningu á bótaskyldu og því að brotið hafi verið á félagsmönnum með þessum leka og jafnframt að sækja einhverjar fjárhagslegar bætur,“ segir Skúli. Málið er fordæmalaust og ekki hægt að segja til um hversu háar miskabótakröfur gætu orðið. Skúli og lögmannsstofa hans, Lögvernd ehf, leggja út kostnað vegna málsóknar og krefjast ekki þóknunar nema málið vinnist. Undirbúningur gæti tekið nokkra mánuði. „Það hefur gengið illa að fá gögn frá Vodafone varðandi aðila sem eru ekki viðskiptavinir og eldri viðskiptavinum, sem hafa hætt í viðskiptum við Vodafone, hefur jafnvel verið neitað um gögn svo kannski þarf að láta reyna á það fyrst,“ segir Skúli. Hjá Vodafone fengust þau svör að fyrirtækið teldi sig ekki skaðabótaskylt, það hefði hvorki stolið gögnum né birt þau. Tengdar fréttir Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar. 3. janúar 2014 09:12 Fáir hafa flutt sig frá Vodafone Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins. 8. desember 2013 16:21 Fyrsta hópmálsókn á Íslandi Stofnað hefur verið málsóknarfélag sem sækir rétt sinn gegn Vodafone vegna lekamálsins. 17. febrúar 2014 12:42 Brugðist við innbroti hjá Vodafone Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið. 12. desember 2013 15:30 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira
Stofnað hefur verið málsóknarfélag til að sækja bætur á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu í nóvember og birti Fréttablaðið auglýsingu þess efnis í dag. Þar eru allir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni eða misst út gögn vegna lekans, hvattir til að sækja um aðild. Hversu margir telurðu að eigi rétt á aðild að þessu félagi? „Þeir geta skipt tugum þúsunda, að minnsta kosti,“ segir Skúli Sveinsson, lögmaður málsóknarfélagsins. Nokkrir þeirra sem urðu fyrir mestu tjóni vegna lekans hafa ráðið sér lögmenn. Skúli kveðst sjálfur hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. „Það voru þjónustutilkynningar sem mér voru sendar sem ég tel að séu persónulegs eðlis og varði ekki almenning,“ segir hann um gögn hans sem láku út við gagnastuldinn. Tekið var skref í neytendarétti á Íslandi þegar heimild til að stofna málsóknarfélög var sett í lög um meðferð einkamála árið 2010 og yrði fyrirhuguð málsókn gegn Vodafone sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hvert er markmiðið með þessari hópmálsókn? „Að fá viðurkenningu á bótaskyldu og því að brotið hafi verið á félagsmönnum með þessum leka og jafnframt að sækja einhverjar fjárhagslegar bætur,“ segir Skúli. Málið er fordæmalaust og ekki hægt að segja til um hversu háar miskabótakröfur gætu orðið. Skúli og lögmannsstofa hans, Lögvernd ehf, leggja út kostnað vegna málsóknar og krefjast ekki þóknunar nema málið vinnist. Undirbúningur gæti tekið nokkra mánuði. „Það hefur gengið illa að fá gögn frá Vodafone varðandi aðila sem eru ekki viðskiptavinir og eldri viðskiptavinum, sem hafa hætt í viðskiptum við Vodafone, hefur jafnvel verið neitað um gögn svo kannski þarf að láta reyna á það fyrst,“ segir Skúli. Hjá Vodafone fengust þau svör að fyrirtækið teldi sig ekki skaðabótaskylt, það hefði hvorki stolið gögnum né birt þau.
Tengdar fréttir Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar. 3. janúar 2014 09:12 Fáir hafa flutt sig frá Vodafone Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins. 8. desember 2013 16:21 Fyrsta hópmálsókn á Íslandi Stofnað hefur verið málsóknarfélag sem sækir rétt sinn gegn Vodafone vegna lekamálsins. 17. febrúar 2014 12:42 Brugðist við innbroti hjá Vodafone Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið. 12. desember 2013 15:30 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira
Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar. 3. janúar 2014 09:12
Fáir hafa flutt sig frá Vodafone Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins. 8. desember 2013 16:21
Fyrsta hópmálsókn á Íslandi Stofnað hefur verið málsóknarfélag sem sækir rétt sinn gegn Vodafone vegna lekamálsins. 17. febrúar 2014 12:42
Brugðist við innbroti hjá Vodafone Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið. 12. desember 2013 15:30
Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00