Innlent

Fyrsta hópmálsókn á Íslandi

Jakob Bjarnar og Stefán Ó. skrifar
Skúli Sveinsson er lögmaður hópsins
Skúli Sveinsson er lögmaður hópsins
Málsóknarfélag birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem tilkynnt er um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins.

Hæstaréttalögmaðurinn Skúli Sveinsson fer fyrir félagsskapnum en hópmálsóknarfélag er fordæmalaust hér á landi.



„Þetta er búið að vera í undirbúningi síðan fljótlega eftir áramótin. Þetta verður skemmtileg prófraun á hópmálsóknarformið og hvernig bótaréttur er í þessum málum, það er þegar persónuupplýsingar leka.“



Skúli segir tilganginn með auglýsingunni vera þann að fá sem flesta félagsmenn inn í þetta félag.

„Félagsmenn eru ekki margir núna. Til þess að komast inn í félagið þurfum við að fá gögn að viðkomandi eigi einhverja aðild að málinu. Það verða ekki teknir inn félagar nema fyrir liggi að þeir eigi aðild að málinu.“



Tölvuárás var gerð á vefsíðu Vodafone þann 30. nóvember á síðasta ári þar sem tyrkneskum hakkara tókst að brjótast inn í kerfi Vodafone og náði í mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur fyrirtækisins sem hann birti síðan á netinu. Skúli segir erfitt að segja til um hver krafan verður.

„Þetta verða fyrst og fremst miskabætur á grundvelli 26. greinar skaðabótalagana fyrir persónutjón," segir Skúli lögmaður.

Einnig kann að vera um fjártjón að ræða og gæti krafan skipt tugum milljóna -- en Skúli segir að það eigi eftir að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×