Innlent

„Alþingi á að fordæma þessi vinnubrögð“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. Vísir/GVA
„Við eigum að senda skýr skilaboð til Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsins sem hafa þóst vera í samningaviðræðum við okkur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í morgun.

Bjarni svaraði fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem bar ráðherra Íslands þungum sökum fyrir þeirra vinnu við samningaborðið við ákvörðun skiptingar makrílheimilda.

Bjarni sagði Árna Pál draga upp kolranga mynd af atburðarás sem hefði átt sér stað. Eins og allir vissu hefði Ísland setið við samningaborðið með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandsins.

„Ráðherrar hafa verið vel upplýstir og sömuleiðis utanríkismálanefnd vegna átakanna sem verið hafa með skiptingu makrílheimilda á milli landa,“ sagði Bjarni. Minnti hann á að ágreiningurinn hefði hafist seint á síðasta kjörtímabili.

Árni Páll sagðist einnig vera ósáttur við að Ísland væri skilið útundan í viðræðum. Hann spyrði sig hins vegar hvers vegna íslenska samninganefndin hefði snúið heim frá Edinborg þegar Færeyingar hafi ákveðið að vera um kyrrt.


Tengdar fréttir

Ummæli norska ráðherrans ósvífin

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni.

Segir ESB ganga á bak orða sinna

Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×