Erlent

Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu

Atli Ísleifsson skrifar
Dýrið er um 180 kíló.
Dýrið er um 180 kíló. Mynd/Sýslumaðurinn á Svalbarða
Ísbjörn var deyfður og fluttur á brott í þyrlu fyrr í dag eftir að hafa valdið usla í kringum Longyearbyen á Svalbarða síðustu daga. Um er að ræða karldýr sem vegur um 180 kíló.

Íbúar bæjarins tóku eftir ísbirninum í flæðarmálinu í Adventdalen  fyrr í morgun og ákvað sýslumaðurinn á Svalbarða að skjóta björninn með deyfibyssu í samstarfi við Norska norðurslóðastofnunina. Í frétt NRK segir að ísbjörninn hafi reglulega sést í kringum bæinn síðustu vikuna.

Í frétt á heimasíðu sýslumannsmbættisins segir að ísbirninum hafi verið flogið langa leið frá Longyearbyen þar sem honum verður sleppt.

Á síðunni er fólk hvatt til að hafa augun opin þar sem ísbirnir eru nokkuð tíðir gestir í og í kringum mannabyggðir á Svalbarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×