Innlent

Hittast vegna Biophilia-verkefnis

Freyr Bjarnason skrifar
Sunleif Rasmussen, Anja Andersen, Pipaluk Jörgensen, Cecilia Björck, Esko Valtaojai, Alex Strömme, Guðrún Geirsdóttir og Björk Guðmundóttir.
Sunleif Rasmussen, Anja Andersen, Pipaluk Jörgensen, Cecilia Björck, Esko Valtaojai, Alex Strömme, Guðrún Geirsdóttir og Björk Guðmundóttir.
Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia-kennsluverkefnið eitt af þeim.

Biophilia er viðamikið verkefni, þróað af Björk Guðmundsdóttur, og er byggt á víðtækri þátttöku fræðimanna, vísindamanna, listamanna, kennara og nemenda á öllum skólastigum. Það byggist á því að nota sköpun sem menntunar- og rannsóknaraðferð þar sem náttúruvísindi, tónlist og tækni eru tengd saman á nýstárlegan hátt.

Í tilefni af formennskuárinu 2014 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir samstarfi við hin Norðurlöndin um frekari þróun Biophiliu kennsluverkefnisins. Staðbundin samstarfsnet verða sett á öllum Norðurlöndum, þ.m.t. Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Í þessari viku hefur hópur norrænna sérfræðinga með vísindamönnum, listamönnum, fræðimönnum og kennurum innanborðs fundað hér á landi til þess að skerpa á og betrumbæta verkefnið auk þess að finna nýjar og frumlegar leiðir, og hugmyndir, sem nýta má í kennslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×