Menning

Fiðrildi og svefntruflanir

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Eitt verkanna á sýningunni.
Eitt verkanna á sýningunni.
Í tengslum við sýningar tónleikhúsverksins Wide Slumber í Tjarnarbíói heldur myndlistarmaðurinn Matt Ceolin sýninguna Somnoptera í kaffihúsi Tjarnarbíós.



Sýningin inniheldur nokkra tugi lítilla pappírsfiðrilda með áletruðum texta um svefntruflanir, sem hengd eru upp á vegg. Matt vinnur mikið með hugmyndir um gagnvirk verk í náttúrunni; hvernig list hefur áhrif á náttúruna og hvernig dýr og náttúruöfl geta haft áhrif á myndlistarverk hans.



Somnoptera í Tjarnarbíói endurspeglar þessar áherslur, en gestum býðst að færa pappírsfiðrildin til á veggnum og jafnvel taka þau með sér heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×