Miklar dansæfingar hafa staðið yfir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 11:30 Hilmar Örn kórstjóri og Patricia Rozario sópransöngkona búa sig undir tónleikana full eftirvæntingar. Fréttablaðið/Daníel „Við erum með verk eftir fjögur ung íslensk tónskáld sem eru framtíðarfólkið okkar,“ byrjar Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri þegar hann er beðinn að lýsa í stórum dráttum tónleikum Kammerkórs Suðurlands í Hörpu í dag. Hann nefnir fyrst Pál Guðmundsson á Húsafelli sem samdi lagið Ég heilsa þér Kjarval við ljóð eftir afa sinn og nafna. „Páll leikur á flautu sem hann bjó til úr sjö ára gömlum rabarbara og er með hreinum tón eins og úr samblandi af panflautu og trompet,“ segir Hilmar Örn og heldur áfram. „Magga Stína á eitt laganna. Hún hefur verið á æfingum með okkur að elta sándið. Strákurinn minn, Georg Kári, sem er í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, er með lag sem heitir Nótt og Vala Gestsdóttir er með yndislegt verk við stórkostlegan texta eftir ömmu sína, móður Þórunnar og Lilju Valdimars. Jack White fékk Sjón til að semja texta við sitt verk sem fjallar um vatn í öllum myndum og miklar dansæfingar hafa staðið yfir hjá kórnum því hann er á hreyfingu meðan hann flytur það.“ Þá er komið að tónlist Sir Johns Tavener og Hilmar Örn nefnir strax Patriciu Rozario sópransöngkonu sem hann segir á heimsmælikvarða. „Patricia frumflutti flest verk Taveners. Ég bauð henni á tónleikana okkar í London í fyrra og það er eins og hún hafi alla tíð þekkt okkur. Hún syngur um hina eilífu sólarupprás og ég fékk barrokkhljómsveit til að spila með henni. Svo höldum við áfram með Tavener, meðal annars Shakespeare-sonnettur hans. Það er frumflutningur á Íslandi og stór viðburður. Sonnetturnar voru það síðasta sem Tavener samdi og í textanum stendur: Ekki syrgja mig þegar ég er farinn. En hann dó þremur dögum áður en við sungum í London.“ Hilmar Örn telur upp fleiri listamenn sem koma fram með kórnum: Adrian Peacock djúpbassasöngvara, Björgu Þórhallsdóttur sópran, Elísabetu Einarsdóttur sópran og Hrólf Sæmundsson barítón. Einnig Tuiv Hirv sópran, sem syngur einsönginn í Shakespeare-sonnettunum. „Ég var að komast að því að Tuiv og Patricia eru miklir vinir.“ segir hann. „Svona eru tengingar í allar áttir.“ Er kórstjórinn ekkert stressaður fyrir svona stórtónleika? „Ég er ótrúlega rólegur. Þetta er svo gott fólk sem er með mér og ég finn fyrir mikilli eftirvæntingu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag í Norðurljósasal Hörpu. Þeir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verða endurteknir 28. maí í Skálholti. Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
„Við erum með verk eftir fjögur ung íslensk tónskáld sem eru framtíðarfólkið okkar,“ byrjar Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri þegar hann er beðinn að lýsa í stórum dráttum tónleikum Kammerkórs Suðurlands í Hörpu í dag. Hann nefnir fyrst Pál Guðmundsson á Húsafelli sem samdi lagið Ég heilsa þér Kjarval við ljóð eftir afa sinn og nafna. „Páll leikur á flautu sem hann bjó til úr sjö ára gömlum rabarbara og er með hreinum tón eins og úr samblandi af panflautu og trompet,“ segir Hilmar Örn og heldur áfram. „Magga Stína á eitt laganna. Hún hefur verið á æfingum með okkur að elta sándið. Strákurinn minn, Georg Kári, sem er í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, er með lag sem heitir Nótt og Vala Gestsdóttir er með yndislegt verk við stórkostlegan texta eftir ömmu sína, móður Þórunnar og Lilju Valdimars. Jack White fékk Sjón til að semja texta við sitt verk sem fjallar um vatn í öllum myndum og miklar dansæfingar hafa staðið yfir hjá kórnum því hann er á hreyfingu meðan hann flytur það.“ Þá er komið að tónlist Sir Johns Tavener og Hilmar Örn nefnir strax Patriciu Rozario sópransöngkonu sem hann segir á heimsmælikvarða. „Patricia frumflutti flest verk Taveners. Ég bauð henni á tónleikana okkar í London í fyrra og það er eins og hún hafi alla tíð þekkt okkur. Hún syngur um hina eilífu sólarupprás og ég fékk barrokkhljómsveit til að spila með henni. Svo höldum við áfram með Tavener, meðal annars Shakespeare-sonnettur hans. Það er frumflutningur á Íslandi og stór viðburður. Sonnetturnar voru það síðasta sem Tavener samdi og í textanum stendur: Ekki syrgja mig þegar ég er farinn. En hann dó þremur dögum áður en við sungum í London.“ Hilmar Örn telur upp fleiri listamenn sem koma fram með kórnum: Adrian Peacock djúpbassasöngvara, Björgu Þórhallsdóttur sópran, Elísabetu Einarsdóttur sópran og Hrólf Sæmundsson barítón. Einnig Tuiv Hirv sópran, sem syngur einsönginn í Shakespeare-sonnettunum. „Ég var að komast að því að Tuiv og Patricia eru miklir vinir.“ segir hann. „Svona eru tengingar í allar áttir.“ Er kórstjórinn ekkert stressaður fyrir svona stórtónleika? „Ég er ótrúlega rólegur. Þetta er svo gott fólk sem er með mér og ég finn fyrir mikilli eftirvæntingu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag í Norðurljósasal Hörpu. Þeir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verða endurteknir 28. maí í Skálholti.
Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira