Menning

Ég er Ísland

Jón Tryggvi og Úní á Merkigili eru viðfangsefni einnar myndarinnar.
Jón Tryggvi og Úní á Merkigili eru viðfangsefni einnar myndarinnar. Mynd/Jón Tryggvi
Örmyndirnar Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd verða frumsýndar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun klukkan 18. Um er að ræða fimm örmyndir sem innihalda stutta persónulega frásögn nokkurra Sunnlendinga. Þær festa á filmu áhrifaríka staði, stórbrotna náttúru, upplifun af Suðurlandi, menningu, sögur, raunir, tilfinningar og fegurð – Suðurland í mannsmynd.

Við frumsýninguna verður örmyndunum varpað á vegg í stóru formati og með uppákomum býðst gestum einnig tækifæri til þess að kynnast viðmælendum og viðfangsefnum þeirra betur. Örmyndirnar verða sýndar áfram á skjá í safninu til 22. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×