Menning

Sumardjassinn að hefjast á Jómfrúnni

Byrja sumarið Fley tríó leikur á fyrstu tónleikum sumarsins á Jómfrúnni.
Byrja sumarið Fley tríó leikur á fyrstu tónleikum sumarsins á Jómfrúnni.
Hin árvissa djasssumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefst á laugardaginn. Þetta er nítjánda árið sem Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis sumarskemmtun. Eins og undanfarin ár er dagskrárgerð og kynning í höndum Sigurðar Flosasonar. Tónleikar verða alla laugardaga í júní, júlí og ágúst.



Á fyrstu tónleikum sumarsins leikur Fley tríó; tríó píanóleikarans Egils B. Hreinssonar. Auk hans skipa tríóið þeir Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Kjartan Guðnason á trommur. Tveir góðir gestir koma fram á tónleikunum, saxófónleikarinn Jóel Pálsson og sonur Egils, söngvarinn Högni Egilsson, þekktur úr hljómsveitunum Hjaltalín og Gus Gus. Fleyið kemur við bæði á sjó og landi og flytur nokkur lög úr amerísku söngbókinni og sígrænar perlur úr frjóum jarðvegi djassins. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×