Málmtæring vandamál í langdregnu gosi Svavar Hávarðsson skrifar 1. október 2014 07:00 Í Holuhrauni. Talið er víst að eldgosið sé það gasríkasta á Íslandi í um 150 ár. mynd/magnús tumi Dragist eldgosið í Holuhrauni á langinn er viðbúið að tæring málma verði viðvarandi vandamál. Gosmökkurinn er ríkur af efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi. Á þetta bendir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem segir að stofnunin hafi nú þegar fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun, sem tengd er gosmekkinum frá Holuhrauni.Þorsteinn Jóhannsson.„Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Mesti skaðvaldurinn varðandi tæringu er brennisteinsdíoxíðið sjálft en hluti þess getur breyst í brennisteinssýru eftir efnahvörf við rakann í andrúmsloftinu. Svo koma einnig upp, þótt í miklu minna magni sé, saltsýra og flússýra. Samanlagt geta þessar sýrur haft töluverðan tæringarmátt,“ segir Þorsteinn. Eins og komið hefur fram hafa jarðvísindamenn þráfaldlega bent á að líkur eru á því að eldsumbrot í og við Vatnajökul geti staðið árum saman. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er t.d. þess fullviss að lokist sprungan í Holuhrauni á næstunni, þá sé aðeins tímaspursmál hvenær byrji að gjósa annars staðar – undir jökli eða á svipuðum slóðum og nú er. Þorsteinn segir að vissulega sé inni í myndinni að tæringin stytti líftíma burðarvirkja raflína, fjarskiptamastra eða þakjárns. Hins vegar sé það viðkvæmari tæknibúnaður sem lætur fyrst á sjá. Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að láta kanna hugsanleg áhrif mengunarinnar á mannvirki og búnað. Hann segir enga ástæðu til að álykta að mengunin hafi nefnd áhrif – sérstaklega ekki þegar til skamms tíma er litið, en nauðsynlegt hafi verið að hafa vaðið fyrir neðan sig standi eldgosið mánuði, eða jafnvel ár. Margir þekkja til vandamála sem fylgja útblæstri brennisteinsvetnis eins og t.d. frá Hellisheiðarvirkjun. Guðlaugur segir merki um að vetnið sé tærandi. „Við vildum því láta gera athugun á þessari ógn til að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Guðlaugur og bætir við að helst sé litið til viðkvæms búnaðar. Burðarvirkin séu ekki áhyggjuefni núna, heldur frekar viðkvæmur stjórnbúnaður sem tengist fjarstýringu á virkjum frá höfuðstöðvunum í Reykjavík. Bárðarbunga Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Dragist eldgosið í Holuhrauni á langinn er viðbúið að tæring málma verði viðvarandi vandamál. Gosmökkurinn er ríkur af efnasamböndum sem geta verið mjög tærandi. Á þetta bendir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem segir að stofnunin hafi nú þegar fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun, sem tengd er gosmekkinum frá Holuhrauni.Þorsteinn Jóhannsson.„Þessi efni sem um ræðir tæra flesta málma, en það er breytilegt hversu viðkvæmir þeir eru fyrir þessu. Ryðfrítt stál stendur þetta kannski af sér, en flestir aðrir málmar tærast. Mesti skaðvaldurinn varðandi tæringu er brennisteinsdíoxíðið sjálft en hluti þess getur breyst í brennisteinssýru eftir efnahvörf við rakann í andrúmsloftinu. Svo koma einnig upp, þótt í miklu minna magni sé, saltsýra og flússýra. Samanlagt geta þessar sýrur haft töluverðan tæringarmátt,“ segir Þorsteinn. Eins og komið hefur fram hafa jarðvísindamenn þráfaldlega bent á að líkur eru á því að eldsumbrot í og við Vatnajökul geti staðið árum saman. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur er t.d. þess fullviss að lokist sprungan í Holuhrauni á næstunni, þá sé aðeins tímaspursmál hvenær byrji að gjósa annars staðar – undir jökli eða á svipuðum slóðum og nú er. Þorsteinn segir að vissulega sé inni í myndinni að tæringin stytti líftíma burðarvirkja raflína, fjarskiptamastra eða þakjárns. Hins vegar sé það viðkvæmari tæknibúnaður sem lætur fyrst á sjá. Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að láta kanna hugsanleg áhrif mengunarinnar á mannvirki og búnað. Hann segir enga ástæðu til að álykta að mengunin hafi nefnd áhrif – sérstaklega ekki þegar til skamms tíma er litið, en nauðsynlegt hafi verið að hafa vaðið fyrir neðan sig standi eldgosið mánuði, eða jafnvel ár. Margir þekkja til vandamála sem fylgja útblæstri brennisteinsvetnis eins og t.d. frá Hellisheiðarvirkjun. Guðlaugur segir merki um að vetnið sé tærandi. „Við vildum því láta gera athugun á þessari ógn til að hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Guðlaugur og bætir við að helst sé litið til viðkvæms búnaðar. Burðarvirkin séu ekki áhyggjuefni núna, heldur frekar viðkvæmur stjórnbúnaður sem tengist fjarstýringu á virkjum frá höfuðstöðvunum í Reykjavík.
Bárðarbunga Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira