Miklu betri þegar það telur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Hér má sjá muninn á milli vináttuleikja og mótsleikja undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. graf/Thanos Framundan er toppslagur við Tékka, einvígi tveggja efstu liðanna sem hafa ekki tapað stigi í fyrstu þremur leikjum sínum. Íslenska liðið lá fyrir Belgum í vináttulandsleik í Brussel en við þurfum ekki að hafa alltof miklar áhyggjur ef marka má þjálfaratíð Lars Lagerbäck.Æfingaleikirnir notaðir vel Undir stjórn Lars og Heimis Hallgrímssonar hefur íslenska liðið náð miklu betri árangri í leikjunum sem skipta einhverju máli. Æfingarleikirnir hafa á sama tíma verið notaðir til að þróa og bæta liðið auk þess að gefa leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Margir leikmenn fengu tækifæri gegn Belgíu í fyrrakvöld og þótt að það sé ólíklegt að þeir komi inn í byrjunarliðið fyrir Tékkaleikinn þá eru þeir Lars og Heimir eflaust komnir með góða mynd af því hvenær þessir leikmenn geti hjálpað íslenska landsliðinu á næstunni þegar leikbönn eða meiðsli herja á hópinn. Það er ekki bara að íslenska liðið sé betra í keppnisleikjum síðan Lars tók við heldur sýnir tölfræðin það að liðið er miklu betra. Íslenska landsliðið er búið að ná í 60 prósent stiga í fimmtán leikjum í undankeppnum HM og EM síðan Lars Lagerbäck tók við en aðeins í 33 prósent stiga í vináttuleikjunum ef við reiknum með að sams konar stigafjöldi hafi verið í boði í þeim leikjum.vísir/gettyVinna leikina í Dalnum Íslenska landsliðið hefur nefnilega aðeins unnið 4 af 13 vináttulandsleikjum sínum í þjálfaratíð Lagerbäcks, heimaleikina á móti Færeyjum (2 leikir; 2012 og 2013) og Eistlandi sem og útileik á móti Andorra í nóvember 2012. Liðið hefur unnið alla þrjá vináttuleiki sína á heimavelli án þess að fá á sig mark en er hins vegar búið að tapa 8 af 10 vináttulandsleikjum sínum utan Íslands. Íslenska liðið tapaði meðal annars fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäcks árið 2012 en fagnaði sínum fyrsta sigri í vináttuleik við Færeyjar á Laugardalsvellinum í ágúst.8 sigrar í 15 leikjum Fyrsti keppnisleikurinn vannst á móti Noregi á sama stað rúmum þremur vikum síðar og alls hefur íslenska liðið unnið 8 af 15 leikjum sínum í undankeppni undir stjórn Svíans. Þeim árangri hefur enginn annar þjálfari íslenska liðsins náð. Íslenska liðið hefur líka verið að spila við sterkar þjóðir í vináttulandsleikjum enda eru leikir við Rússa, Frakka og Svía meðal annars að baki auk leiksins við Belga á miðvikudagskvöldið en Belgar eru sem stendur í fjórða sæti á FIFA-listanum. Gengið í keppnisleikjunum hefur verið sögulegt. Liðið komst í umspil um sæti á HM í fyrsta sinn í undankeppni HM í Brasilíu og er nú á toppi síns riðils eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016.vísir/afpHelst hefðin í Plzen Eins og sjá má í grafinu hér á síðunni er gengið nánast eins og spegilmynd þegar alvöru leikir eru bornir saman við æfingaleiki. Markatalan í keppnisleikjum er átta mörk í plús en sjö mörk í mínus í vináttulandsleikjunum. Sigrarnir í keppnisleikjum eru átta alveg eins og töpin í vináttuleikjunum. Nú er bara að vona að hefðin haldist í Plzen í Tékklandi á sunnudagskvöldið og að strákarnir okkar nái þar hagstæðum úrslitum og stigi einu skrefi nær því að komast í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ Sjá meira
Framundan er toppslagur við Tékka, einvígi tveggja efstu liðanna sem hafa ekki tapað stigi í fyrstu þremur leikjum sínum. Íslenska liðið lá fyrir Belgum í vináttulandsleik í Brussel en við þurfum ekki að hafa alltof miklar áhyggjur ef marka má þjálfaratíð Lars Lagerbäck.Æfingaleikirnir notaðir vel Undir stjórn Lars og Heimis Hallgrímssonar hefur íslenska liðið náð miklu betri árangri í leikjunum sem skipta einhverju máli. Æfingarleikirnir hafa á sama tíma verið notaðir til að þróa og bæta liðið auk þess að gefa leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Margir leikmenn fengu tækifæri gegn Belgíu í fyrrakvöld og þótt að það sé ólíklegt að þeir komi inn í byrjunarliðið fyrir Tékkaleikinn þá eru þeir Lars og Heimir eflaust komnir með góða mynd af því hvenær þessir leikmenn geti hjálpað íslenska landsliðinu á næstunni þegar leikbönn eða meiðsli herja á hópinn. Það er ekki bara að íslenska liðið sé betra í keppnisleikjum síðan Lars tók við heldur sýnir tölfræðin það að liðið er miklu betra. Íslenska landsliðið er búið að ná í 60 prósent stiga í fimmtán leikjum í undankeppnum HM og EM síðan Lars Lagerbäck tók við en aðeins í 33 prósent stiga í vináttuleikjunum ef við reiknum með að sams konar stigafjöldi hafi verið í boði í þeim leikjum.vísir/gettyVinna leikina í Dalnum Íslenska landsliðið hefur nefnilega aðeins unnið 4 af 13 vináttulandsleikjum sínum í þjálfaratíð Lagerbäcks, heimaleikina á móti Færeyjum (2 leikir; 2012 og 2013) og Eistlandi sem og útileik á móti Andorra í nóvember 2012. Liðið hefur unnið alla þrjá vináttuleiki sína á heimavelli án þess að fá á sig mark en er hins vegar búið að tapa 8 af 10 vináttulandsleikjum sínum utan Íslands. Íslenska liðið tapaði meðal annars fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäcks árið 2012 en fagnaði sínum fyrsta sigri í vináttuleik við Færeyjar á Laugardalsvellinum í ágúst.8 sigrar í 15 leikjum Fyrsti keppnisleikurinn vannst á móti Noregi á sama stað rúmum þremur vikum síðar og alls hefur íslenska liðið unnið 8 af 15 leikjum sínum í undankeppni undir stjórn Svíans. Þeim árangri hefur enginn annar þjálfari íslenska liðsins náð. Íslenska liðið hefur líka verið að spila við sterkar þjóðir í vináttulandsleikjum enda eru leikir við Rússa, Frakka og Svía meðal annars að baki auk leiksins við Belga á miðvikudagskvöldið en Belgar eru sem stendur í fjórða sæti á FIFA-listanum. Gengið í keppnisleikjunum hefur verið sögulegt. Liðið komst í umspil um sæti á HM í fyrsta sinn í undankeppni HM í Brasilíu og er nú á toppi síns riðils eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016.vísir/afpHelst hefðin í Plzen Eins og sjá má í grafinu hér á síðunni er gengið nánast eins og spegilmynd þegar alvöru leikir eru bornir saman við æfingaleiki. Markatalan í keppnisleikjum er átta mörk í plús en sjö mörk í mínus í vináttulandsleikjunum. Sigrarnir í keppnisleikjum eru átta alveg eins og töpin í vináttuleikjunum. Nú er bara að vona að hefðin haldist í Plzen í Tékklandi á sunnudagskvöldið og að strákarnir okkar nái þar hagstæðum úrslitum og stigi einu skrefi nær því að komast í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ Sjá meira
Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00
Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30
Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30
Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32
Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00