Erlent

Keyptu aftur fornar grímur

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Rex Lee Jim Varaforseti Navajo-þjóðarinnar fyrir utan uppboðshúsið í París.
Rex Lee Jim Varaforseti Navajo-þjóðarinnar fyrir utan uppboðshúsið í París. vísir/AP
Bandarískir frumbyggjar af Navajo-ættbálknum endurheimtu í gær helga gripi forfeðra sinna á uppboði í París.

Á uppboðinu voru seldir ýmsir fornir gripir úr fórum frumbyggja Norður-Ameríku, þar á meðal sjö litaðar grímur sem talið er að hafi verið notaðar við helgiathafnir Navajo-manna.

Uppboðshaldarar fengu alls 929 þúsund evrur fyrir gripina, eða ríflega 150 milljónir króna.

Það var Drouot-uppboðshúsið sem efndi til uppboðsins. Bandarísk stjórnvöld höfðu, án árangurs, beðið Drouot um að fresta uppboðinu til þess að gefa fleiri frumbyggjum færi á að endurheimta fornmuni sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×