Innlent

Gosminjasafn kostar yfir 900 milljónir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Eldheimar eiga að draga að sér marga gesti.
Eldheimar eiga að draga að sér marga gesti. Mynd/Óskar
Gosminjasafnið Eldheimar í Vestmannaeyjum heldur áfram að hlaða utan á sig kostnaði. Í svari við fyrirspurn Ragnars Óskarssonar á síðasta bæjarráðsfundi sagði að heildarkostnaður með viðbótarverkum stefni í 902 milljónir króna.

Ragnar spurði um upphaflega kostnaðaráætlun vegna Eldheima og kvaðst framkvæmdastjóri verkefnisins mundu leggja það fram á næsta fundi.

Þrátt fyrir ítrekaðar óskir hefur Fréttablaðið ekki fengið kostnaðaráætlunina frá bæjarskrifstofununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×