Tveir flugmiðar í fundarlaun Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2014 17:59 Hunter er svartur border collie með hvítum skellum. MYND/MAST Bandaríski hundurinn Hunter er nú týndur á Miðnesheiði á Reykjanesskaga eftir að hafa strokið úr búri á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum og eru lögregla, hundafangari og björgunarsveitir að leita að honum dyrum og dyngjum. Hundinn var verið að flytja yfir Atlantshafið og þegar verið var að taka hann frá borði í morgun og setja yfir í aðra flugvél þá opnaðist búrið og dýrið slapp. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Víkurfréttir, sem fluttu fréttir af málinu fyrr í dag, fengu hringingu frá Icelandair þar sem tveir flugmiðar með Icelandair eru boðnir í fundarlaun þeim sem nær hundinum og kemur honum til réttra aðila.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna stroksins:Óhapp varð við flutning á hundi á Keflavíkurflugvelli í morgun með þeim afleiðingum að hann slapp úr flutningsbúrinu. Hundurinn var á leið frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar. Leit hófst samstundis en hann er enn ófundinn og stendur leit yfir.Um er að ræða svartan og hvítan border collie, sem gegnir nafninu Hunter. Eins og flestir vita gilda strangar reglur um innflutning hunda til Íslands, m.a. 28 daga einangrun. Tilgangur þeirra er að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Þessi hundur er bólusettur gegn öllum helstu sjúkdómum en getur borið með sér önnur smitefni og sníkjudýr sem algeng eru erlendis en eru ekki til staðar hér á landi.Gæludýraeigendur í nágrenni Keflavíkurflugvallar eru beðnir um að gæta þeirra vel á meðan hundurinn er ófundinn og halda hundum sínum hjá sér, ekki sleppa þeim lausum og alls ekki láta þá koma í snertingu við hundinn verði þeir hans varir.Hver sem kynni að sjá til hundsins er beðinn um að tilkynna það til lögreglunnar á Suðurnesjum án tafar í síma 4201800. Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Bandaríski hundurinn Hunter er nú týndur á Miðnesheiði á Reykjanesskaga eftir að hafa strokið úr búri á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hunter er svartur Border Collie með hvítum skellum og eru lögregla, hundafangari og björgunarsveitir að leita að honum dyrum og dyngjum. Hundinn var verið að flytja yfir Atlantshafið og þegar verið var að taka hann frá borði í morgun og setja yfir í aðra flugvél þá opnaðist búrið og dýrið slapp. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.Víkurfréttir, sem fluttu fréttir af málinu fyrr í dag, fengu hringingu frá Icelandair þar sem tveir flugmiðar með Icelandair eru boðnir í fundarlaun þeim sem nær hundinum og kemur honum til réttra aðila.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna stroksins:Óhapp varð við flutning á hundi á Keflavíkurflugvelli í morgun með þeim afleiðingum að hann slapp úr flutningsbúrinu. Hundurinn var á leið frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar. Leit hófst samstundis en hann er enn ófundinn og stendur leit yfir.Um er að ræða svartan og hvítan border collie, sem gegnir nafninu Hunter. Eins og flestir vita gilda strangar reglur um innflutning hunda til Íslands, m.a. 28 daga einangrun. Tilgangur þeirra er að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni. Þessi hundur er bólusettur gegn öllum helstu sjúkdómum en getur borið með sér önnur smitefni og sníkjudýr sem algeng eru erlendis en eru ekki til staðar hér á landi.Gæludýraeigendur í nágrenni Keflavíkurflugvallar eru beðnir um að gæta þeirra vel á meðan hundurinn er ófundinn og halda hundum sínum hjá sér, ekki sleppa þeim lausum og alls ekki láta þá koma í snertingu við hundinn verði þeir hans varir.Hver sem kynni að sjá til hundsins er beðinn um að tilkynna það til lögreglunnar á Suðurnesjum án tafar í síma 4201800.
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira