Mats Hummels skoraði eina mark leiksins með skalla á 13. mínútu en hann er fyrsti varnarmaður keppninnar sem nær að skora tvö mörk á mótinu.
„Ég var heppinn að vera á réttum stað á réttum tíma," sagði Mats Hummels um sigurmarkið sitt en hann skoraði með skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá Toni Kroos.
„Við vorum að ég held að spila þann fótbolta í dag sem gefur okkur tækifæri á því að vinna HM. Það er ekki alltaf hægt að skora tveimur mörkum meira en mótherjinn á HM og við vörðumst vel í dag. Þetta var erfiður leikur en við náðum upp góðum spilakafla á köflum," sagði Hummels.
„Við urðum að berjast fyrir þessu á móti góðu frönsku liði og við vissum það fyrir því þeir eru með eitt af bestu liðunum. Þetta var allt annað en auðvelt en við gerðum vel og áttum skilið að komast áfram," sagði Hummels.
