Þýska úrvalsdeildin í fótbolta er nú sú deild sem "á" flest mörk á HM í fótbolta í Brasilíu eftir 1-0 sigur Þjóðverja á Frökkum í dag í fyrsta leik átta liða úrslitanna.
Mats Hummels, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði sigurmark þýska liðsins í dag og hann var þarna að skora sitt annað mark í keppninni í Brasilíu.
Leikmenn úr þýsku deildinni hafa þar með skorað 31 mark í keppninni til þessa eða einu marki meira en kollegar þeirra úr ensku úrvalsdeildinni.
Aðrir leikmenn úr þýsku úrvalsdeildinni sem hafa skorað mikið á HM í Brasilíu eru Thomas Müller frá Bayern München (4 mörk), Arjen Robben frá Bayern München (3 mörk), Xherdan Shaqiri frá Bayern München (3 mörk), Mario Mandžukić frá Bayern München (2 mörk) og Ivan Perisic frá VfL Wolfsburg (2 mörk).
Þá hafa fimmtán leikmenn úr þýsku deildinni skorað eitt mark fyrir sína þjóð á HM í Brasilíu.
Deildir með flest mörk frá leikmönnum sínum á HM í Brasilíu 2014:
31 mark - Þýska úrvalsdeildin
30 mörk - Enska úrvalsdeildin
23 mörk - Spænska úrvalsdeildin
11 mörk - Franska úrvalsdeildin
11 mörk - Ítalska úrvalsdeildin
8 mörk - Portúgalska úrvalsdeildin
Markaskorarar á HM sem spila í þýsku deildinni:
4 mörk
Thomas Müller frá Bayern München
3 mörk
Arjen Robben frá Bayern München
Xherdan Shaqiri frá Bayern München
2 mörk
Mario Mandzukic frá Bayern München
Ivan Perisic frá VfL Wolfsburg
Mats Hummels frá Borussia Dortmund
1 mark
Sokratis Papastathopoulos frá Borussia Dortmund
Granit Xhaka frá Borussia Mönchengladbach
Mario Götze frá Bayern München
Klaas-Jan Huntelaar frá Schalke 04
Julian Green frá Bayern München
Ivica Olic frá VfL Wolfsburg
Vedad Ibisević frá VfB Stuttgart
Admir Mehmedi frá SC Freiburg
Shinji Okazaki frá FSV Mainz 05
Andres Guardado frá Bayer Leverkusen
John Brooks frá Hertha BSC Berlin
Heung-Min Son frá Bayer Leverkusen
Ja-Cheol Koo frá FSV Mainz 05
Joel Matip frá Schalke 04
Kevin De Bruyne frá VfL Wolfsburg
Þýska deildin með eins marks forskot á þá ensku

Tengdar fréttir

Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð
Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu.

Loksins kom mark í fyrri hálfleik á HM
Mats Hummels kom Þýskalandi í 1-0 á móti Frakklandi í leik liðanna í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu og knattspyrnuáhugamenn fengu þar með loksins mark í fyrri hálfleik.

Nýtt met: Byrjunarlið Þjóðverja á móti Frökkum á að baki 120 HM-leiki
Þjóðverjar treysta á reynsluna í dag þegar þeir mæta Frökkum í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu.