Erlent

Tíu létust þegar fangarúta fór út af veginum í Texas

Atli Ísleifsson skrifar
Tólf fangar voru um borð í rútunni.
Tólf fangar voru um borð í rútunni. Vísir/AP
Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir að rúta með fanga innanborðs fór út af ísi lögðum vegi og rakst á lest í Texas-ríki í Bandaríkjunum fyrr í dag.

Lögreglustjórinn Mark Donaldson segir að bílstjóri rútunnar hafi misst stjórn á farartækinu þegar því var ekið yfir brú. Rútan valt svo niður brekku áður en lestin rakst á hana.

Að sögn talsmanns lögregluyfirvalda voru tólf fangar í rútunni og þrír fangaverðir. Verið var að flytja fangana úr fangelsinu í Abiline til fangelsis í borginni El Paso.

Í frétt BBC segir að fimm farþegar rútunnar séu nú sjúkrahúsi, en ekki er vitað um líðan þeirra.

Enginn um borð í lestinni slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×