Erlent

Fundu 102 lík fljótandi í Ganges ánni

Samúel Karl Ólason skrifar
Hindúr baða sig mikið í Ganges ánni og bannað er að greftra lík í ám.
Hindúr baða sig mikið í Ganges ánni og bannað er að greftra lík í ám. Vísir/AP
Yfirvöld í norðurhluta Indlands rannsaka nú hvernig 102 lík, mörg þeirra börn, enduðu fljótandi í Ganges ánni. Lögreglan telur að ekki sé um glæp að ræða. Samkvæmt Indverskum sið eru ókvæntar stúlkur ekki brenndar, eins og aðrir, og margar fátækar fjölskyldur hafa ekki efni á bálför.

Líkin 102 voru of mikið brotin niður til að hægt bera kennsl á þau með hefðbundnum leiðum, en AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni ytra að DNA próf muni fara fram.

„Þau virðast hafa verið mjög lengi í vatninu,“ segir lögreglumaðurinn Ram Chander Sahu.

Yfirvöld vilja vita hvers vegna svo mörg lík fundust í ánni, en þorpsbúar sáu að fjölmörg lík hefðu rekið upp á bakka. Þar voru fuglar og hundar að sækja í líkin. Samkvæmt indverskum lögum er bannað að greftra lík í vatni, en þó telja margir Hindúar að sé ókvænt stúlka greftruð í vatni, muni hún fæðast aftur í fjölskylduna.

Þá dregur fátækt fjölskyldur einnig til að greftra lík í vatni til að komast hjá kostnaði við bálfarir. Lægsta verð fyrir slíkt er um 40 dalir, eða 5.200 krónur, en það er töluvert yfir lægstu mánaðarlaunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×