Býr sig undir langa og stranga forsjárdeilu milli landa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. október 2015 22:07 Ragnar og Adam sonur hans á góðri stund. myndir/ragnar „Þetta er komið á borð lögreglunnar hér í Noregi, til dómsmálaráðuneytisins og ég er búinn að heyra í lögfræðingi vegna þessa,“ segir Ragnar Vilhelmssen Hafsteinsson í samtali við Vísi. Málið sem um ræðir varðar son hans en fyrrverandi sambýliskona Ragnars hefur ekki skilað syni hans til baka eftir að hún dvaldi hjá henni í vetrarfríi. Ragnar kynntist fyrrverandi sambýliskonu sinni árið 2004 áður en þau héldu hvort í sína áttina. Ragnar starfaði sem friðargæsluliði í Afganistan um skeið en konan, sem er frá Slóvakíu, nam dans á Karabíahafseyjum. Tveimur árum síðar lágu leiðir þeirra saman á ný og þau hófu sambúð á Íslandi. Árið 2009 fæddist þeim sonur en þau slitu samvistir árið 2010. „Það er óhætt að segja að sambandið hafi verið örlítið stormasamt,“ segir Ragnar. Parið tók saman að nýju en endanlega flosnaði upp úr því árið 2012. Var drengurinn með lögheimili hjá Ragnari en hann dvaldist jöfnum höndum hjá foreldrum sínum. „Við vorum með munnlegt samkomulag um að hann myndi vera jafnt hjá okkur en síðan myndum við semja um hvernig fyrirkomulagið yrði þegar drengurinn myndi hefja nám í grunnskóla.“ Ekki tókst þeim að semja um málið og fór það því fyrir dóm.Kom betur út hjá dómkvöddum matsmanni Á þessum tíma starfaði Ragnar á Keflavíkurflugvelli en konan var atvinnulaus. Áður hafði hún starfað sem súludansmær á stöðum í Reykjavík og við skúringar. Í niðurstöðu dómkvadds matmanns segir að þrátt fyrir að hún hafi búið á landinu í sex ár skilji hún ekki íslensku og sé nánast vinalaus hér á landi. Á þeim tíma sem dómur féll leigði hún herbergi í iðnaðarhúsnæði ásamt fjórum öðrum einstaklingum. Báðir aðilar kröfðust fullrar forsjár yfir drengnum og en að loknu sálfræðimati og mati á fjárhag deiluaðila var það niðurstaða dómsins að Ragnar færi með fulla forsjá drengsins enda myndi það henta hagsmunum barnsins best. Móðir hans hafði lýst því yfir að hún hygðist flytja til Slóvakíu og var umgengni hennar ákveðin einn mánuður yfir sumarið auk jóla og páska annað hvert ár. Myndu þau hins vegar búa áfram í sama landi skyldi umgengni vera önnur hver vika. „Satt best að segja finnst mér það frekar lítið. Ég hef sett mig í hennar spor og veit að mér þætti það frekar lítið þannig í sumar dvaldi hann til að mynda í tvo mánuði hjá henni og á meðan vetrarfríið í skólanum hans var,“ segir Ragnar en hann býr nú í Sandnesi í Noregi. Móðirin býr hins vegar í Slóvakíu.Skilaði sér ekki eftir vetrarfríið Það var eftir vetrarfríið sem drengurinn skilaði sér ekki til baka. „Hann fór til móður sinnar 4. október og átti að vera hjá henni í viku. Ég talaði við hann á Skype á þriðjudeginum og ætlaði að gera það aftur á laugardaginn en þá tjáði hún mér að hann væri veikur og gæti ekki talað við mig. Það er svo sem ekkert skrítið. Ég er orðinn vanur því að hann geti ekki talað því netsambandið sé lélegt eða hún hafi ekki tíma til að leyfa honum að spjalla við mig,“ segir Ragnar. „Bað hana bara að senda mér SMS þegar hann færi í flugið.“ Það SMS kom hins vegar aldrei og fór Ragnar þá að gruna ýmislegt. Hann fékk ekki að tala við son sinn og fjölskylda konunnar hefur ekki heldur svarað símtölum hans. Sameiginlegir vinir þeirra sem búa í Bratislava hafa sagt honum að „þetta komi honum ekki við.“ „Ég veit í raun ekki hvernig þetta verður. Ég er allavega að búa mig undir langt, strangt og kostnaðarsamt ferli. Eina sem maður getur gert er að berjast áfram,“ segir Ragnar að lokum.Important..please read.. this is VERY personal!!As all who know me know then my son is the most important thing in my...Posted by Ragnar Vilhelmsen Hafsteinsson on Wednesday, 14 October 2015 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira
„Þetta er komið á borð lögreglunnar hér í Noregi, til dómsmálaráðuneytisins og ég er búinn að heyra í lögfræðingi vegna þessa,“ segir Ragnar Vilhelmssen Hafsteinsson í samtali við Vísi. Málið sem um ræðir varðar son hans en fyrrverandi sambýliskona Ragnars hefur ekki skilað syni hans til baka eftir að hún dvaldi hjá henni í vetrarfríi. Ragnar kynntist fyrrverandi sambýliskonu sinni árið 2004 áður en þau héldu hvort í sína áttina. Ragnar starfaði sem friðargæsluliði í Afganistan um skeið en konan, sem er frá Slóvakíu, nam dans á Karabíahafseyjum. Tveimur árum síðar lágu leiðir þeirra saman á ný og þau hófu sambúð á Íslandi. Árið 2009 fæddist þeim sonur en þau slitu samvistir árið 2010. „Það er óhætt að segja að sambandið hafi verið örlítið stormasamt,“ segir Ragnar. Parið tók saman að nýju en endanlega flosnaði upp úr því árið 2012. Var drengurinn með lögheimili hjá Ragnari en hann dvaldist jöfnum höndum hjá foreldrum sínum. „Við vorum með munnlegt samkomulag um að hann myndi vera jafnt hjá okkur en síðan myndum við semja um hvernig fyrirkomulagið yrði þegar drengurinn myndi hefja nám í grunnskóla.“ Ekki tókst þeim að semja um málið og fór það því fyrir dóm.Kom betur út hjá dómkvöddum matsmanni Á þessum tíma starfaði Ragnar á Keflavíkurflugvelli en konan var atvinnulaus. Áður hafði hún starfað sem súludansmær á stöðum í Reykjavík og við skúringar. Í niðurstöðu dómkvadds matmanns segir að þrátt fyrir að hún hafi búið á landinu í sex ár skilji hún ekki íslensku og sé nánast vinalaus hér á landi. Á þeim tíma sem dómur féll leigði hún herbergi í iðnaðarhúsnæði ásamt fjórum öðrum einstaklingum. Báðir aðilar kröfðust fullrar forsjár yfir drengnum og en að loknu sálfræðimati og mati á fjárhag deiluaðila var það niðurstaða dómsins að Ragnar færi með fulla forsjá drengsins enda myndi það henta hagsmunum barnsins best. Móðir hans hafði lýst því yfir að hún hygðist flytja til Slóvakíu og var umgengni hennar ákveðin einn mánuður yfir sumarið auk jóla og páska annað hvert ár. Myndu þau hins vegar búa áfram í sama landi skyldi umgengni vera önnur hver vika. „Satt best að segja finnst mér það frekar lítið. Ég hef sett mig í hennar spor og veit að mér þætti það frekar lítið þannig í sumar dvaldi hann til að mynda í tvo mánuði hjá henni og á meðan vetrarfríið í skólanum hans var,“ segir Ragnar en hann býr nú í Sandnesi í Noregi. Móðirin býr hins vegar í Slóvakíu.Skilaði sér ekki eftir vetrarfríið Það var eftir vetrarfríið sem drengurinn skilaði sér ekki til baka. „Hann fór til móður sinnar 4. október og átti að vera hjá henni í viku. Ég talaði við hann á Skype á þriðjudeginum og ætlaði að gera það aftur á laugardaginn en þá tjáði hún mér að hann væri veikur og gæti ekki talað við mig. Það er svo sem ekkert skrítið. Ég er orðinn vanur því að hann geti ekki talað því netsambandið sé lélegt eða hún hafi ekki tíma til að leyfa honum að spjalla við mig,“ segir Ragnar. „Bað hana bara að senda mér SMS þegar hann færi í flugið.“ Það SMS kom hins vegar aldrei og fór Ragnar þá að gruna ýmislegt. Hann fékk ekki að tala við son sinn og fjölskylda konunnar hefur ekki heldur svarað símtölum hans. Sameiginlegir vinir þeirra sem búa í Bratislava hafa sagt honum að „þetta komi honum ekki við.“ „Ég veit í raun ekki hvernig þetta verður. Ég er allavega að búa mig undir langt, strangt og kostnaðarsamt ferli. Eina sem maður getur gert er að berjast áfram,“ segir Ragnar að lokum.Important..please read.. this is VERY personal!!As all who know me know then my son is the most important thing in my...Posted by Ragnar Vilhelmsen Hafsteinsson on Wednesday, 14 October 2015
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira