Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. október 2015 07:00 Tjibbe Joustra kynnir niðurstöður rannsóknarinnar við brak úr vélinni, sem raðað hefur verið saman á ný. vísir/epa Enginn vafi er sagður leika á því lengur að malasíska farþegavélin, sem hrapaði yfir austanverðri Úkraínu í sumar, hafi verið skotin niður með flugskeyti af gerðinni Buk, sem framleitt er í Rússlandi. Þá sé ljóst að flugskeytinu hafi verið skotið frá yfirráðasvæði uppreisnarmanna, sem nutu stuðnings Rússa. Þetta er fullyrt í ítarlegri lokaskýrslu rannsóknar á hrapi vélarinnar sem hollensk rannsóknarnefnd kynnti í gær. Tjibbe Joustra, formaður nefndarinnar, sagði allar aðrar skýringar hafa verið útilokaðar. Hann sagði flugvélina hafa sprungið í loftinu. Sumir hlutar hennar hefðu hrapað strax niður en aðrir haldið áfram flugi nokkra kílómetra áður en þeir hröpuðu til jarðar. Brakið hefði dreifst yfir 50 ferkílómetra svæði. Hann sagði áhöfnina hafa orðið fyrir sprengjubrotum og látist samstundis en að farþegarnir hefðu misst meðvitund innan fárra sekúndna. Flestir voru þeir Hollendingar. Joustra tók undir gagnrýni á Úkraínustjórn fyrir að hafa ekki lokað lofthelginni yfir átakasvæðinu í austurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn, sem nutu stuðnings Rússa, börðust við stjórnarherinn og stuðningssveitir hans. Tugir úkraínskra flugvéla höfðu verið skotnir niður yfir þessu svæði áður en malasíska farþegaþotan flaug þar yfir og var skotin niður. Að sögn Joustra er svarið við því, hvers vegna lofthelginni hafði ekki verið lokað, bæði einfalt og dapurlegt: Enginn hafi hreinlega hugsað út í það að hugsanlega væri hættulegt að leyfa farþegaflugvélum að fljúga yfir þetta svæði. Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknarinnar. Rússlandsstjórn hefur sagt Úkraínustjórn bera ábyrgðina, og ýmist fullyrt að úkraínsk herþota hafi skotið niður malasísku farþegavélina eða sagt að flugskeytinu hafi verið skotið frá yfirráðasvæði úkraínska hersins. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Enginn vafi er sagður leika á því lengur að malasíska farþegavélin, sem hrapaði yfir austanverðri Úkraínu í sumar, hafi verið skotin niður með flugskeyti af gerðinni Buk, sem framleitt er í Rússlandi. Þá sé ljóst að flugskeytinu hafi verið skotið frá yfirráðasvæði uppreisnarmanna, sem nutu stuðnings Rússa. Þetta er fullyrt í ítarlegri lokaskýrslu rannsóknar á hrapi vélarinnar sem hollensk rannsóknarnefnd kynnti í gær. Tjibbe Joustra, formaður nefndarinnar, sagði allar aðrar skýringar hafa verið útilokaðar. Hann sagði flugvélina hafa sprungið í loftinu. Sumir hlutar hennar hefðu hrapað strax niður en aðrir haldið áfram flugi nokkra kílómetra áður en þeir hröpuðu til jarðar. Brakið hefði dreifst yfir 50 ferkílómetra svæði. Hann sagði áhöfnina hafa orðið fyrir sprengjubrotum og látist samstundis en að farþegarnir hefðu misst meðvitund innan fárra sekúndna. Flestir voru þeir Hollendingar. Joustra tók undir gagnrýni á Úkraínustjórn fyrir að hafa ekki lokað lofthelginni yfir átakasvæðinu í austurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn, sem nutu stuðnings Rússa, börðust við stjórnarherinn og stuðningssveitir hans. Tugir úkraínskra flugvéla höfðu verið skotnir niður yfir þessu svæði áður en malasíska farþegaþotan flaug þar yfir og var skotin niður. Að sögn Joustra er svarið við því, hvers vegna lofthelginni hafði ekki verið lokað, bæði einfalt og dapurlegt: Enginn hafi hreinlega hugsað út í það að hugsanlega væri hættulegt að leyfa farþegaflugvélum að fljúga yfir þetta svæði. Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknarinnar. Rússlandsstjórn hefur sagt Úkraínustjórn bera ábyrgðina, og ýmist fullyrt að úkraínsk herþota hafi skotið niður malasísku farþegavélina eða sagt að flugskeytinu hafi verið skotið frá yfirráðasvæði úkraínska hersins.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira