Erlent

Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag

Atli Ísleifsson skrifar
Tony Abbott og Malcolm Turnbull.
Tony Abbott og Malcolm Turnbull. Vísir/AFP
Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála Ástralíu, hefur boðið sig fram til formennsku í Frjálslynda flokknum. Hann býður sig þar með fram gegn Tony Abbott forsætisráðherra, en kjörið fer fram í kvöld.

Turnbull þrýsti á að kosið yrði um leiðtoga flokksins.

Stuðningur við Abbott hefur dalað á undanförnum mánuðum og að sögn Turnbull mun Frjálslyndi flokkurinn bíða lægri hlut í þingkosningunum á næsta ári, verði ekki skipt um mann í brúnni.

Abbott segist sjálfur reikna með að fá flest atkvæði í kjörinu.

Í frétt BBC segir að Kevin Andrews varnarmálaráðherra, Peter Dutton, ráðherra innflytjendamála og Joe Hockey fjármálaráðherra muni styðja Abbott í kjörinu. Hins vegar er búist við að Julie Bishop utanríkisráðherra muni styðja Turnbull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×