Erlent

Opnuðu nýja neðanjarðarlestarstöð á Manhattan

Atli Ísleifsson skrifar
Stöðin er sú 469. í hópi neðanjarðarlestakerfis New York borgar.
Stöðin er sú 469. í hópi neðanjarðarlestakerfis New York borgar. Vísir/Getty
Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, opnaði í gær nýja neðanjarðarlestarstöð á Manhattan, þeirri fyrstu á eyjunni í aldarfjórðung.

Stöðin opnaði vestast á 34. stræti, við 11. breiðstræti, og mun lína 7 nú tengja Times-torg við hverfi vestast á eyjunni sem verið er að byggja upp.

Reiknað er með að um 30 þúsund muni nýta sér stöðina á hverjum degi en þar er nú verið að reisa nýtt háhýsahverfi, Hudson Yards.

Borgarstjórinn kallaði hverfið „glænýja borg sem verið er að reisa innan borgar okkar“.

Bygging hverfisins er að mestu fjármögnuð af Michael Bloomberg, forvera de Blasio í starfi.

Stöðin er sú 469. í hópi neðanjarðarlestakerfis New York borgar. Um fimm milljónir manna nýta sér lestirnar á degi hverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×