Erlent

Þúsund flýja skógarelda í Kaliforníu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hundruð heimila hafa brunnið en eldurinn hefur farið yfir um 200 ferkílómetra svæði.
Hundruð heimila hafa brunnið en eldurinn hefur farið yfir um 200 ferkílómetra svæði. Vísir/EPA
Hundruð heimila hafa brunnið í tveimur skógareldum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Eldarnir tóku yfir tvo bæi í ríkinu, og sendu íbúa á flótta í gær.

Óljóst er hvort einhver hafi látið lífi í eldunum.

Í gærkvöldi höfðu 19 þúsund manns þurft að flýja heimili sín. Eldurinn hefur farið yfir um 200 ferkílómetra svæði.

Yfir þúsund slökkviliðsmenn hafa sinnt slökkvistarfi en samkvæmt Los Angeles Times er enn barist við að ná tökum á eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×