Erlent

Heilbrigðisvísindamenn kalla eftir aðgerðum: Heimurinn tóbakslaus eftir þrjátíu ár

Hópur alþjóðlegra sérfræðinga vill hertar aðgerðir gegn tóbaksiðnaðinum.
Hópur alþjóðlegra sérfræðinga vill hertar aðgerðir gegn tóbaksiðnaðinum. Nordicphotos/afp
Heimurinn getur orðið tóbakslaus innan 30 ára standi vilji stjórnmálamanna til þess.

Þetta skrifar hópur alþjóðlegra heilbrigðisvísindamanna í ritið The Lancet. Þeir kalla eftir því að aðgerðir gegn tóbaksiðnaðinum verði hertar.

Ætlað er að einn milljarður manna látist af völdum tóbaksnotkunar á þessari öld verði reglur ekki hertar. Það er mat sérfræðinganna að áttatíu prósent dauðsfallanna verði í fátækari löndum heimsins.

Skilgreining sérfræðinganna á tóbakslausum heimi er þegar færri en fimm prósent fullorðinna nota tóbak.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×