Erlent

Ban Ki-Moon segir öryggisráðið hafa brugðist

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Segir Rússland og Kína ættu að horfa út fyrir eigin hagsmuni.
Segir Rússland og Kína ættu að horfa út fyrir eigin hagsmuni. Vísir/EPA
Ban   Ki-moon  viðurkennir að öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna hafi brugðist sýrlenskum borgurum; andstæðar valdablokkir komi í veg fyrir að hægt sé að binda enda á átök sem hafa kostað hundruð þúsunda lífa og hrakið áður óþekktan fjölda fólks á flótta.

Í samtali við Guardian segir aðalritari Sameinuðu Þjóðanna að Rússland og Kína ættu að horfa út fyrir eigin hagsmuni og beita ekki neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu og koma þannig í veg fyrir að gripið sé til beinna aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×