Erlent

Mótefni við snákaeitri að klárast í heiminum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Læknar án landamæra vara við því líf séu í hættu vegna þessa.
Læknar án landamæra vara við því líf séu í hættu vegna þessa. Vísir/Getty Images
Eitt áhrifamesta mótefni við snákaeitri klárast í heiminum í júní á næsta ári. Læknar án landamæra vara við því að tugir þúsunda lífa séu í hættu vegna þessa.

Fyrirtækið sem framleiðir mótefnið segist ekki hafa efni á að halda framleiðslunni áfram.

Önnur mótefni eru til en ekkert sem hefur reynst jafn gott og það sem senn er á þrotum. Mótefnið virkar gegn tíu mismunandi eitri snáka sem finnast í Afríku sunnan Sahara.

Samningaviðræður eiga sér nú stað á milli fyrirtækisins og annars lyfjafyrirtækis um áframhaldandi framleiðslu, en óvíst er hverju þær skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×