Erlent

Lögregluþjónar sagðir hafa myrt mann sem var í handjárnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölskylda manns sem skotinn var til bana af lögregluþjónum í Los Angeles í fyrra, hefur nú farið fram á að lögregluþjónarnir verði ákærðir vegna atviksins. Nýtt myndband af skotárásinni virðist sýna hvernig annar lögregluþjónninn kom byssu fyrir á vettvangi áður en hann skaut Noel Aguilar til bana.

Skömmu áður hafði hinn lögregluþjónninn óvart hleypt af skoti, sem lenti í maga lögregluþjónsins sem skaut Aguilar. Hann lét lífið í fyrra, en lögmaður fjölskyldunnar segir að myndbandið hafi verið sent til þeirra nafnlaust fyrir tveimur mánuðum.

Lögreglan heldur því fram að Aguilar hafi reynt að ná byssu af öðrum lögregluþjóninum. Þeir héldu því einnig verið með hlaðna byssu, en myndbandið virðist sýna lögregluþjón koma byssunni fyrir, áður en hann skýtur Aguilar.

Fréttamenn NBC ræddi við unnustu Aguilar og lögmann fjölskyldunnar sem segja myndbandið sýna fram á að hann hafi verið myrtur af lögregluþjónunum.

„Hann var ekki að fremja neinn glæp,“ segir Mary Herrera. „Hann var að fylgja skipunum þeirra og ógnaði þeim ekki á nokkurn hátt. Það hryggir mig mjög að sjá þetta og einhvern daginn mun dóttir mín sjá þetta líka.“

Sjónvarpsfrétt NBC. Hér má sjá myndbandið í heild sinni. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×