Erlent

Kólumbísk þjóðhetja eftirlýst hjá Interpol

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Freddy Rincon verður fimmtugur á næsta ári.
Freddy Rincon verður fimmtugur á næsta ári. Skjáskot af vef Interpol.
Freddy Rincon, sem skaut Kólumbíu í sextán liða úrslit HM í knattspyrnu árið 1990, er eftirlýstur af Alþjóðalögreglunni Interpol. Lögreglan í Panama óskar eftir því að ná tali af Rincon en hann er sakaður um peningaþvætti.

Í frétt BBC kemur fram að Rincon hafi komið á óvart að vera eftirlýstur og sekist ekki hafa gert neitt sökótt. Málið er talið tengjast fíkniefnastarfsemi.

Rincon skaust upp á stjörnuhimininn, líkt og fleiri félagar hans í landsliði Kólumbíu, í HM á Ítalíu 1990. Kólumbía komst nokkuð óvænt upp úr riðli sínum eftir dramatískt jafntefli gegn Vestur-Þjóðverjum í lokaleiknum í riðlinum. Eftir fallegt samspil slapp Rincon einn í gegn og sendi boltann á milli fóta Bodo Ilgner í marki þeirra þýsku. Kólumbía var eina liðið sem tók stig af Þjóðverjum í keppninni.

Rincon spilaði með bæði Napólí og Real Madrid auk brasilísku félaganna Palmeiras og Corinthians.

Markið fræga hjá Rincon má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×