Erlent

Kim Jong-un hættir við að fara til Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un tók við stjórnartaumunum í Norður-Kóreu árið 2011.
Kim Jong-un tók við stjórnartaumunum í Norður-Kóreu árið 2011. Vísir/AFP
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, mun ekki ferðast til Moskvu til að taka þátt í minningarathöfn þar sem þess verður minnst að sjötíu ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar.

Dmitri Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, segir í samtali við rússneska stjórnvalda að leiðtoginn hafi ákveðið að verða eftir í Pyongyang. „Þessi ákvörðun tengist norður-kóreskum innanríkismálum.“

Ferð Kim til Rússlands hefði verið fyrsta opinbera heimsókn Kim til erlends ríkis frá því að hann tók við stjórnartaumunum í landinu árið 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×