Erlent

Þúsundir heimila án rafmagns í Skotlandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Umferð um Forth-brúna var stöðvuð eftir að vinhviður upp á 50 metra á sekúndu mældust.
Umferð um Forth-brúna var stöðvuð eftir að vinhviður upp á 50 metra á sekúndu mældust. Mynd/Kim Traynor
Vont veður hefur valdið rafmagnsleysi í Skotlandi síðustu sólarhringa. Unnið hefur verið að viðgerðum í meira en 48 tíma og hefur tekist að koma á rafmagni í nokkrum landshlutum.

Afar vont veður hefur verið í Skotlandi og norðurhluta Englands undanfarna viku. Gefnar hafa verið út viðvaranir vegna veðurs um allt Bretland.

Samkvæmt breska blaðinu Guardian voru um 70 þúsund heimili í skosku hálöndunum án rafmagns þegar mest var. Búið var að koma á rafmagni á um 30 þúsund heimilum í gærkvöldi, samkvæmt Sky News.

Skólum hefur verið lokað og hafa hvassir vindar haft mikil áhrif á samgöngur í landinu.

Á laugardag þurfti að hætta lestarferðum í Skotlandi af öryggisástæðum. Þá var umferð um Forth-brúna stöðvuð eftir að vinhviður upp á 50 metra á sekúndu mældust. Lögregluyfirvöld segja að tré hafi fallið í vindhviðum og fokið á götur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×