Erlent

Verksmiðjubruni í Filippseyjum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Verkamenn á Filippseyjum brunnu inni vegna stálrimla sem voru fyrir gluggum.
Verkamenn á Filippseyjum brunnu inni vegna stálrimla sem voru fyrir gluggum. NORDICPHOTOS/AFP
Eldur í skóverksmiðju í borginni Valenzuela á Filippseyjum varð 72 að bana á miðvikudag. Nærri öll fórnarlömb eldsvoðans voru föst á annarri hæð verksmiðjunnar í brunanum, þar sem þau gátu ekki komist út því stálrimlar voru fyrir gluggunum.

Borgaryfirvöld segja eldinn hafa kviknað út frá logsuðutæki þegar starfsmaður var að logsjóða nálægt eldfimum efnum. Laun starfsmanna verksmiðjunnar voru vel undir lágmarkslaunum, þeir unnu innan um eldfim spilliefni og höfðu ekki fengið neina viðbragðsþjálfun ef eldur skyldi koma upp.

Starfsmenn fyrirtækisins fengu margir hverjir laun sem samsvara 876 krónum á dag en lágmarkslaun í landinu eru um 1.405 krónur á dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×