Erlent

Hland og rottuskítur í fölsuðum snyrtivörum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Breska lögreglan hvetur fólk til að kaupa ekki falsaðar vörur á netinu en mikið magn slíkra vara eru seldar í gegnum netið.
Breska lögreglan hvetur fólk til að kaupa ekki falsaðar vörur á netinu en mikið magn slíkra vara eru seldar í gegnum netið. Vísir/EPA
Rottuskítur, hland úr mönnum og arsenik er meðal þess sem breska lögreglan segist hafa fundið í snyrtivörum sem keyptar hafa verið í gegnum netið. Lögreglan hefur hafið herferð til að fá fólk til að hætta að kaupa falsaðar vörur.

Herferðin beinist einkum gegn sölu á fölsuðum snyrtivörum, ilmvötnum og ýmsum raftækjum.

Talið er að vel yfir 18 milljörðum sem árlega varið í falsaðar vörur þar í landi en upphæðin hefur vaxið með auknum viðskiptum á netinu. Erfiðara getur reynst að kanna uppruna vöru sem keypt er á netinu.

Lögreglan segir að myndir af raunverulegum vörum séu í sumum tilfellum notaðar á vefsíðum þar sem falsaðar vörur eru seldar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×