Erlent

Vopnahléinu í Jemen lokið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Átök hefjast að nýju í Jemen þar sem um hundrað börn hafa látið lífið.
Átök hefjast að nýju í Jemen þar sem um hundrað börn hafa látið lífið. Vísir/AFP
Fimm daga vopnahléi í Jemen lauk í gærkvöldi eftir að hvorugur aðili átakanna lagði til að því yrðir framhaldið.

Vopnahléið, sem hófst á þriðjudag, var gert til að hjálparsamtök gætu komið mat, lyfjum og eldsneyti til óbreyttra borgara. Íranskt hjálparskip og bátar eru enn á leið til Jemen með hjálpargögn, þrátt fyrir að vopnahléinu sé lokið.

Miklir bardagar hafa geisað í landinu síðustu mánuði og samkvæmt upplýsingum frá UNICEF hafa um eitt hundrað börn látið lífið í stríðsátökunum.  Þrátt fyrir að vopnahléið hafi staðið frá því á þriðjudag létust minnst tíu í átökum í borginni Dhaela á föstudag.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×