Erlent

Leiðtogar munu funda um ástandið í Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá fundi leiðtoganna í Minsk í Hvíta-Rússlandi í febrúar síðastliðinn.
Frá fundi leiðtoganna í Minsk í Hvíta-Rússlandi í febrúar síðastliðinn. Visir/AFP
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Úkraínu munu funda um ástandið í Úkraínu eftir þrjár vikur.

Í tilkynningu frá Rússlandsstjórn segir að þau Francois Hollande, Angela Merkel, Vladimír Pútín og Petró Pórósjenkó hafi átt um níutíu mínútna símafund í gær þar sem ákveðið var að þau skyldu hittast í París þann 2. október.

Í sömu tilkynningu var því fagnað að deiluaðilar hafi „í stórum dráttum“ virt ákvæði vopnahléssamkomulagsins frá 1. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×