Erlent

Gígur í Úralfjöllum þrefaldast á tíu mánuðum

Atli Ísleifsson skrifar
Gígurinn myndaðist fyrst í kjölfar þess að fyrrum náma nærri bænum Solikamsk féll saman í lok árs 2014.
Gígurinn myndaðist fyrst í kjölfar þess að fyrrum náma nærri bænum Solikamsk féll saman í lok árs 2014.
Gígur sem þegar hefur eyðilagt tuttugu byggingar í Úralfjöllum í Rússlandi hefur þrefaldast að stærð síðustu tíu mánuði og er nú orðinn 120 metrar að þvermáli.

Gígurinn myndaðist fyrst í kjölfar þess að fyrrum náma nærri bænum Solikamsk féll saman í lok árs 2014.

Að sögn breska ríkisútvarpsins er talið að holan hafi myndast vegna rofs í námunni sem rekja má til flóða.

Náman er nú 76 metra djúp og 120 metrar að þvermáli og hefur nú þegar gleypt tuttugu byggingar og eru mun fleiri byggingar á hættusvæði.

Nýjustu myndir benda til að fyrra mat sérfræðinga um að gígurinn sé nú „nokkurn veginn stöðugur“ sé því ekki rétt.

Námunni var lokað í nóvember á síðasta ári eftir að holan myndaðist 3,5 kílómetrum austar og tókst að koma öllum 1.300 starfsmönnum námunnar í öruggt skjól.

Talsmaður námufyrirtækisins Uralkali segir að allt sé nú gert til að lágmarka skemmdirnar vegna stækkandi gígsins.

Að neðan má sjá innslag BBC um gíginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×