Erlent

Grínisti leiðir í forsetakosningunum í Gvatemala

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmy Morales segir Gvatemalamenn vilja breytingar og ekki láta stjórnast af mönnum með myrka fortíð.
Jimmy Morales segir Gvatemalamenn vilja breytingar og ekki láta stjórnast af mönnum með myrka fortíð. Vísir/AFP
Fyrstu tölur benda til þess að gvatemalski grínistinn Jimmy Morales hafi fengið flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í landinu. Samkvæmt þeim hlýtur Morales 25 prósent atkvæða, en viðskiptamaðurinn Manuel Baldizon um 21 prósent.

Hlýtur enginn fjambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna er boðað til annarrar umferðar milli tveggja efstu.

Kosningarnar fóru fram í gær, nokkrum dögum eftir afsögn forsetans Otto Perez Molina sem handtekinn var vegna ásakana um spillingu.

„Gvatemalamenn vilja breytingar og ekki láta stjórnast af mönnum með myrka fortíð,“ sagði Moreles við fjölmiðla eftir að hann hafði sjálfur greitt atkvæði sitt. Seinni umferð forsetakosninganna fer fram 25. október.

Í kosningunum kusu Gvatamalamenn sér einnig nýtt þing.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×