Erlent

Nota dróna með piparúða til að ná tökum á mótmælum

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Vilja nota dróna í aðstæðum þar sem mótmæli fara úr böndunum.
Vilja nota dróna í aðstæðum þar sem mótmæli fara úr böndunum. Vísir/Epa
Lögreglan á Indlandi hefur kynnt piparúða dróna sem nýtt verkfæri til að aðstoða lögregluna í aðstæðum þar sem mótmæli fara úr böndunum. Lögreglan í Lucknow, sem er áttunda stærsta borg Indlands, hefur keypt fimm dróna sem geta borið um 2 kíló af piparúða og kosta rúma milljón króna hver.

Mótmæli eru fremur algeng í Indlandi, en fyrir kemur að friðsamleg mótmæli snúist upp í andhverfu sína að því að AFP greinir frá. Drónarnir eru með vel búnum myndavélum sem munu hjálpa lögreglunni að sjá betur yfir hópa og ná þar með betri tökum á aðstæðum. Lögreglan hefur áður notað dróna til að fylgjast með fjölmennum atburðum en ekki í tilraun til að ná stjórn í aðstæðum þar sem mótmæli hafa farið úr böndunum.

Lögreglustjóri í Lucknow segir prufukeyrslu á drónunum hafa gengið mjög vel. Hann segir piparúða ekki vera lífshættulegan og því komi hann lögreglunni að góðum notum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×