Erlent

Karlmaður fannst látinn nærri Kolding

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Jónas Elfar Birgisson.
Jónas Elfar Birgisson. mynd/tv2
Karlmaður fannst látinn á akri nærri Kolding í Danmörku á sunnudag. Danskir fjölmiðlar segja að grunur leiki á að um sé að ræða hinn íslenska Jónas Elfar Birgisson sem danska lögreglan lýsti eftir í lok síðasta mánaðar. Hefur hvorki heyrst til hans né spurst í rúman mánuð.

Ekki hafa verið borin kennsl á manninn sem fannst, en krufning var gerð á honum í gær og ættu niðurstöður að liggja fyrir síðar í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá dönsku lögreglunni yfirgaf Jónas heimili sitt án peninga, skilríkja eða farsíma hinn 18. febrúar síðastliðinn. Honum er lýst þannig að hann sé með dæmigert danskt útlit, 39 ára, um það bil 180 sentímetrar á hæð og með axlarsítt dökkt hár. Þá segir einnig að hann tali dönsku með íslenskum hreim.

Lögreglan hefur verið í sambandi við sjúkrahús vegna leitarinnar að manninum en það hefur ekki skilað árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×