Erlent

Lögreglumenn skotnir skömmu eftir afsögn borgarstjóra

Heimir Már Pétursson skrifar
Tveir lögregluþjónar særðust þegar skotið var á þá fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Ferguson í Bandaríkjunum í nótt. Mótmælendur höfðu safanast saman við lögreglustöðina aðeins nokkrum klukkustundum áður en lögreglustjóri borgarinnar sagði af sér.

Mikill órói hefur verið í borginni Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum frá því hvítur lögregluþjónn skaut hinn 18 ára gamla blökkumann Michael Brown til bana í borginni hinn 9. ágúst í fyrra. Lögregluþjóninn Darren Wilson var sýknaður af öllum ákærum fyrir dómi og áfrýunardómstól Missouri ríkis.

Mjög algengt er að lögreglumenn skjóti á svart fólk, sérstaklega unga karlmenn, í Bandaríkjunum en atburðirnir í Ferguson kveiktu reiði- og mótmælaöldu víðs vegar um landið. Eftir að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mjög harðorða skýrslu fyrir viku þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að rasismi sé grasserandi í lögregluliði Ferguson borgar, hafa nokkrir embættismenn sagt af sér og  lögreglustjórinn Thomas Jackson sagði síðan af sér embætti í gærkvöldi.

„Borgin hefur verið og mun áfram vinna í þeim vandamálum sem nefnd eru í skýrslunni. Það er markmið borgarstjórnar að halda áfram að hafa gagnsæi í baráttu okkar fyrir því að borgin verði aftur atorkumikil borg fjölbreytileika,“ sagði Jockson borgarstjóri.

En skömmu áður en lögreglustjórinn sagði af sér hafði hópur mótmælenda komið saman við lögreglustöðina. Mótmælin voru friðsamleg framan af en eftir að lögregla beindi þeim mótmælendum sem eftir voru um miðnætti yfir götuna við lögreglustöðina voru tveir lögregluþjónar skotnir, annar í öxlina og hinn í andlitið. Báðir lifðu þeir skotárisana af en ekki liggur fyrir hver skaut þá. Þeir eru þó báðir sagðir alvarlega særðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×