Erlent

Tölvur í kennslustofum geti haft neikvæð áhrif

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Tölvunotkun í skólum er ekki talin skila nemendum betri árangri heldur þvert á móti hefur haft neikvæð áhrif á námsárangur þeirra, að því er fram kemur í nýrri skýrslu OECD ríkja. Tölvu- og tæknivæðing í skólum er því ekki talin skila árangri.

Við gerð skýrslunnar var litið til niðurstaðna úr Pisa-könnun sem framkvæmd var í sjötíu löndum. Þar kom í ljós að námsárangur var hvað bestur í Austur-Asíu, þar sem tölvunotkun í kennslustofum er afar takmörkuð.

Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, segir í samtali við BBC að tæknivæðing í skólum hafi vakið hjá fólki falskar vonir. Hann vill að lögð verði meiri áhersla á lestur og stærðfræði en að nemendur hafi aðgang að tölvum.

Í skýrslunni kemur fram að nemendur hafi ekki tekið neinum sjáanlegum framförum í náminu. Í þeim löndum sem tölvunotkun er hvað mest, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Svíþjóð, hefur nemendum farið aftur í lestri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×