Erlent

Telja lýðveldisherinn enn að störfum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, og Martin McGuinnes varaforsætisráðherra kalla eftir yfirvegaðri umræðu.
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, og Martin McGuinnes varaforsætisráðherra kalla eftir yfirvegaðri umræðu. NordicPhotos/AFP
Peter Robinson, forsætisráðherra Norður-Írlands, hefur sagt af sér eftir að frumvarp um að leysa upp þingið og boða til kosninga var felld í kosningu á þinginu í gær. Þá er búist við því að fleiri ráðherrar muni segja af sér á næstunni.

Flokkur Robinsons, Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), hefur hótað því að yfirgefa ríkisstjórnarsamstarfið eftir að lögregluyfirvöld í Belfast lýstu því yfir að Írski lýðveldis­herinn (IRA) væri enn starfandi.

Grunur um að lýðveldisherinn væri enn að störfum vaknaði eftir lögreglurannsókn á morði á fyrrverandi liðsmanni hersins sem fannst látinn í síðasta mánuði. Talið er að liðsmenn IRA hafi verið að verki.

Háttsettur meðlimur í Sinn Fein var handtekinn í tengslum við morðrannsóknina en Sinn Fein á sæti í ríkisstjórn ásamt DUP. Írski lýðveldisherinn starfaði áður náið með sjálfstæðissinnum, þar á meðal einstaklingum innan Sinn Fein.

Leiðtogar Sinn Fein hafa kallað eftir yfirvegun á meðan málið er í rannsókn og hafa beðið stjórnmálamenn um að stíga varlega til jarðar.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×