Erlent

Þriðja gíslatakan í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Frakklandi þar sem lögregla hefur verið með gífurlegan viðbúnað undanfarna daga.
Frá Frakklandi þar sem lögregla hefur verið með gífurlegan viðbúnað undanfarna daga. Vísir/AFP
Þriðja gíslataka dagsins er nú í gangi í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi þar sem vopnaður maður heldur tveimur einstaklingum föngnum í skartgripabúð. AFP fréttaveitan franska heldur þessu fram, en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Lögreglumaður sem Huffington Post ræddi við segir árásarmanninn hafa læst sig inni í búðinni og að lögreglumenn séu fyrir utan.

Uppfært 19:10

AFP segir að um rán hafi verið að ræða sem tengist hryðjuverkaárásunum ekki á nokkurn hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×