Erlent

Transfólk fær ekki bílpróf í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Umferðarslys þykja tíð í Rússlandi.
Umferðarslys þykja tíð í Rússlandi. Vísir/AFP
Eftir að reglum varðandi bílpróf í Rússlandi var breytt nýverið hefur transfólk ekki lengur möguleika á að keyra. Stjórnvöld í Moskvu segja breytingu gerða til að fækka umferðarslysum, sem eru tíð í landinu.

Á vef BBC segir að „trans-sexual“ og „trans-gender“ sé nú skráð sem geðveila ásamt sýniþörf, veðmálasýki og stelsýki. Þessi atriði auk annarra koma í veg fyrir að fólk geti fengið bílpróf.

Valery Evtushenko, frá sambandi rússneskra geðlækna, segir í samtali við BBC að hann hafi áhyggjur af nýju breytingunum. Hann telur að fólk muni nú veigra sér við að leita hjálpar af ótta við að missa bílprófið.

Félag rússneskra lögmanna fyrir mannréttindum segja lögin mismuna fólki. Félagið mun leita skýringa hjá dómstólum í Rússlandi og leitast eftir stuðningi frá alþjóðlegum samtökum.

Formaður verkalýðsfélags ökumanna segist þó styðja breytinguna þar sem allt of margir láti lífið í bílslysum á ári hverju. Alexander Kotov segir þó að skilyrðing væru of ströng fyrir almenning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×