Erlent

Munu loka 15 herstöðvum í Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Bandaríkin munu loka fimmtán herstöðvum í Evrópu, en    athygli þeirra mun í meira mæli beinast að Asíu. Meira en 60 þúsund bandarískir hermenn halda til í herstöðvum í Evrópu. Þar af flestir í Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi.

Með þessum aðgerðum munu Bandaríkjamenn spara um 500 milljónir dala, eða um 65 milljarða króna á ári. Fjöldi bandarískra hermanna í Evrópu mun þó ekki minnka, þar sem Bandaríkjaher mun fjölga heræfingum með þjóðum Evrópu.

„Ég veit að við þessa breytingu mun störfum fækka í þeim löndum sum staðar. Ég met mikils þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur í gegnum árin,“ sagði Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag.

Blaðamaður BBC segir þetta vera til merkis um sparnað í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, en einnig um breyttar áherslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×