Hætta gæti aukist á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2015 20:15 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur hættu aukast á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu eftir því sem dragi úr yfirstandandi gosi í Holuhrauni. Þá telur hann enn hættu á því að ný eldsprunga opnist undir Dyngjujökli með flóðbylgju niður í Jökulsá á Fjöllum. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun könnuðu eldstöðina um síðustu helgi og tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður þá þær myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Eldár flæddu til norðvesturs og austurs frá gígnum um helgina. Fjær er sporður Dyngjujökuls.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Allt frá því jarðeldurinn kom fyrst upp í lok ágústsmánaðar hefur gosið haldið sig á þessum sama stað, í hinu gamla Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðallega vegna hættu á að gossprunga gæti opnast undir jökli og valdið miklu hlaupi. Þær spár hafa ekki ræst til þessa en Ármann Höskuldsson telur hættuna enn vera til staðar. „Það þarf voðalega lítið til þess að það verði einhver höft í þessari hraunrás, sem er að leiða kvikuna upp á yfirborð, og ef það gerist er allt eins víst að kvikan brjóti sér leið undir jöklinum,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þótt eldgosið teljist enn mjög öflugt hefur talsvert dregið úr þrótti þess og kvikumagnið sem upp kemur á hverri sekúndu er núna um fimmtungur af því sem mest var í haust. Kvikan er talin koma úr Bárðarbungu og ein stærsta spurningin hefur verið sú hvort gos kæmi þar upp. Ármann segir vísbendingar um að Bárðarbunga hafi verið að safna í sig kviku allt frá árinu 1974, að minnsta kosti. Varmaforðinn undir Bárðarbungu sé þar ennþá til staðar. „Það er eins víst að þegar dregur úr þessu gosi, kannski fyrstu vikurnar eftir að þetta gos fer virkilega að minnka, eða jafnvel hætti, þá bara eykst áhættan á því að Bárðarbunga fari af stað.“Ólgandi hrauneðjan flæðir út úr gígnum á laugardag. Magn kvikunnar er áætlað meira en meðalrennsli Blöndu.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Ármann segir óskandi að slíkt gos yrði lítið, í líkingu við Gjálpargosið eða síðasta Grímsvatnagos. „En við getum líka alveg átt von á því að fá bara mjög stórt gos upp úr Bárðarbungu. Það er mikil kvika búin að vera á ferðinni og svona kvika er nógu heit til þess að geta brætt umhverfi sitt og búið til meiri sprengivirkari kviku, sem er bara ekki alveg nógu jákvætt.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Bílslys á gatnamótum við Hringbraut Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur hættu aukast á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu eftir því sem dragi úr yfirstandandi gosi í Holuhrauni. Þá telur hann enn hættu á því að ný eldsprunga opnist undir Dyngjujökli með flóðbylgju niður í Jökulsá á Fjöllum. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun könnuðu eldstöðina um síðustu helgi og tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður þá þær myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Eldár flæddu til norðvesturs og austurs frá gígnum um helgina. Fjær er sporður Dyngjujökuls.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Allt frá því jarðeldurinn kom fyrst upp í lok ágústsmánaðar hefur gosið haldið sig á þessum sama stað, í hinu gamla Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðallega vegna hættu á að gossprunga gæti opnast undir jökli og valdið miklu hlaupi. Þær spár hafa ekki ræst til þessa en Ármann Höskuldsson telur hættuna enn vera til staðar. „Það þarf voðalega lítið til þess að það verði einhver höft í þessari hraunrás, sem er að leiða kvikuna upp á yfirborð, og ef það gerist er allt eins víst að kvikan brjóti sér leið undir jöklinum,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þótt eldgosið teljist enn mjög öflugt hefur talsvert dregið úr þrótti þess og kvikumagnið sem upp kemur á hverri sekúndu er núna um fimmtungur af því sem mest var í haust. Kvikan er talin koma úr Bárðarbungu og ein stærsta spurningin hefur verið sú hvort gos kæmi þar upp. Ármann segir vísbendingar um að Bárðarbunga hafi verið að safna í sig kviku allt frá árinu 1974, að minnsta kosti. Varmaforðinn undir Bárðarbungu sé þar ennþá til staðar. „Það er eins víst að þegar dregur úr þessu gosi, kannski fyrstu vikurnar eftir að þetta gos fer virkilega að minnka, eða jafnvel hætti, þá bara eykst áhættan á því að Bárðarbunga fari af stað.“Ólgandi hrauneðjan flæðir út úr gígnum á laugardag. Magn kvikunnar er áætlað meira en meðalrennsli Blöndu.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Ármann segir óskandi að slíkt gos yrði lítið, í líkingu við Gjálpargosið eða síðasta Grímsvatnagos. „En við getum líka alveg átt von á því að fá bara mjög stórt gos upp úr Bárðarbungu. Það er mikil kvika búin að vera á ferðinni og svona kvika er nógu heit til þess að geta brætt umhverfi sitt og búið til meiri sprengivirkari kviku, sem er bara ekki alveg nógu jákvætt.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Bílslys á gatnamótum við Hringbraut Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45